Fyrir nokkrum mánuðum var keypt ný sjálfkeyrandi gólffræsivél. Höfum við nú tekið prufukeyrslu á þessari græju og er hún að svínvirka. Þetta er mikið notuð aðferð við að setja gólfhita í eldri gólf eftirá og mælum við með því.
Pípulagningaþjónusta
Þann 1.Júlí mun byrja pípulagningaþjónusta hjá Múltíverk. Nýr hluthafi er kominn í Múltíverk og er það Steinþór A. Steingrímsson. En hann er pípulagningameistari. Hann hefur margra ára reynslu í pípulögnum og hefur gott orðspor af sér. Reynsla hans er í almennum pípulögnum, suðu á svörtum rörum, gólfhitafræsingum og ísetningu. Nú getur þú farið að hringja […]
Gæðastjórnun
Múltíverk hefur nú tekið upp Ajour gæðastýringarkerfið. Þetta er einstaklega meðfærilegt kerfi og gefur gott utanumhald yfir gæði verka. Margir verktakar, hönnuðir og fleiri nota þetta kerfi.