Endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga

Múltíverk vill benda fólki á að Skatturinn endurgreiðir virðisaukaskatt vegna aðkeyptrar vinnu verktaka við endurbætur eða viðhald á íbúðahúsnæði og byggingu nýrra húsa til eigin nota. Af reikningum dagsett fyrir 1.sep fæst 100% endurgreiddur vaskur en eftir 1.sep fæst 60%.

Við bendum á að einnig er endurgreitt af kaup og uppsetningu á hleðslustöðvum og einnig kaup á varmadælu til upphitunar íbúðarhúsnæðis.

Mjög mikilvægt er að fá reikning sem aðskilur efni og vinnu því það er mismunandi hvort endurgreitt er af vinnu eða efni.

Hægt er að fara inná skattinn hér og opna umsókn.

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga
Scroll to top